Hverjir erum við?

Miracle er óháð þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Áherslan er á þjónustu við gagnagrunna, vöruhús gagna, viðskiptagreiningu, stýrikerfi, hugbúnað og leyfismál. Hjá Miracle starfa sérfræðingar með mikla reynslu af rekstri, þróun og lausn vandamála.

Hvað gerum við?

Við leggjum metnað okkar við að veita góða og örugga þjónustu með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Við höfum þekkingu til að skara fram úr, metnað til að gera betur en aðrir og störfum í anda heilinda og samvinnu.

Hvers vegna Miracle?

Miracle vinnur með viðskiptavinum við að tryggja stöðugan rekstur upplýsingakerfa með sérþekkingu, góðri þjónustu og faglegum vinnubrögðum. Við erum sjálfstætt, sameignarfyrirtæki og þjónum viðskiptavinum okkar á þeirra eigin forsendum.

Oracle dagurinn

4. mars 2014

Miracle og Oracle bjóða þér til ráðstefnu á Nordica þriðjudaginn 4. mars næstkomandi. Tilgangurinn er að fræðast um hvernig má samþætta ólíkan viðskiptahugbúnað, auka sjálfvirkni ferla og bregðast við mismunandi álagi með Fusion Middleware annars vegar og hvernig má tryggja öryggi gagna og notenda hins vegar með Identity & Access Governance & Database Security.

DAGS:          04.03.2014
TÍMI:           12:30 - 17:00
HVAR:  Hilton, Nordica

Nánar ...

19.2.2014 | 06.28

Námskeið á næstunni!