Hverjir erum við?

Miracle er óháð þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Áherslan er á þjónustu við gagnagrunna, vöruhús gagna, viðskiptagreiningu, stýrikerfi, hugbúnað og leyfismál. Hjá Miracle starfa sérfræðingar með mikla reynslu af rekstri, þróun og lausn vandamála.

Hvað gerum við?

Við leggjum metnað okkar við að veita góða og örugga þjónustu með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Við höfum þekkingu til að skara fram úr, metnað til að gera betur en aðrir og störfum í anda heilinda og samvinnu.

Hvers vegna Miracle?

Miracle vinnur með viðskiptavinum við að tryggja stöðugan rekstur upplýsingakerfa með sérþekkingu, góðri þjónustu og faglegum vinnubrögðum. Við erum sjálfstætt, sameignarfyrirtæki og þjónum viðskiptavinum okkar á þeirra eigin forsendum.

Administering Microsoft SQL Server 2014 Databases

Í dag eru hjörtun í tölvukerfum gagnagrunnar og er starfsfólk með gagnagrunnsmenntun eitt það eftirsóttasta. Þetta námskeið í SQL Server 2014 er sett upp í samvinnu við vini okkar í Promennt. Farið verður í helstu atriði sem koma að uppsetningu, rekstri og viðhaldi á nýjustu útgáfu gagnagrunnsins frá Microsoft.

Nánar ...

24.11.2014 | 09.09

Námskeið á næstunni!