Hverjir erum við?

Miracle er óháð þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Áherslan er á þjónustu við gagnagrunna, vöruhús gagna, viðskiptagreiningu, stýrikerfi, hugbúnað og leyfismál. Hjá Miracle starfa sérfræðingar með mikla reynslu af rekstri, þróun og lausn vandamála.

Hvað gerum við?

Við leggjum metnað okkar við að veita góða og örugga þjónustu með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Við höfum þekkingu til að skara fram úr, metnað til að gera betur en aðrir og störfum í anda heilinda og samvinnu.

Hvers vegna Miracle?

Miracle vinnur með viðskiptavinum við að tryggja stöðugan rekstur upplýsingakerfa með sérþekkingu, góðri þjónustu og faglegum vinnubrögðum. Við erum sjálfstætt, sameignarfyrirtæki og þjónum viðskiptavinum okkar á þeirra eigin forsendum.

PowerPivot Workshop í október!

Í október fáum við aftur til okkar snillinginn Alberto Ferrari  en árið 2012  hélt hann fyrir okkur námskeið í PowerPivot.   Þar komust færri að en vildu. Það var mál manna að þar færi snilldarkennari með mikla þekkingu og praktíska reynslu.  Alberto er einn af 18 mönnum í heiminum sem ber titilinn SSAS Maestro og því mikill fengur.

13. til 15. október verður hann með PowerPivot Workshop fyrir okkur.


Nánari upplýsingar

24.9.2014 | 20.54

Námskeið á næstunni!