Hverjir erum við?

Miracle er óháð þjónustufyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Áherslan er á þjónustu við gagnagrunna, vöruhús gagna, viðskiptagreiningu, stýrikerfi, hugbúnað og leyfismál. Hjá Miracle starfa sérfræðingar með mikla reynslu af rekstri, þróun og lausn vandamála.

Hvað gerum við?

Við leggjum metnað okkar við að veita góða og örugga þjónustu með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Við höfum þekkingu til að skara fram úr, metnað til að gera betur en aðrir og störfum í anda heilinda og samvinnu.

Hvers vegna Miracle?

Miracle vinnur með viðskiptavinum við að tryggja stöðugan rekstur upplýsingakerfa með sérþekkingu, góðri þjónustu og faglegum vinnubrögðum. Við erum sjálfstætt, sameignarfyrirtæki og þjónum viðskiptavinum okkar á þeirra eigin forsendum.

MASTERCLASS í september

Í september fáum við til okkar Lauri Pietarinen og heldur hann námskeið sem byggist á bókinni hans Tapio, Relational Database Index Design and the Optimizers. Námskeiðið nýtist öllum sem vinna við gerð hugbúnaðar, óháð því hvort hann keyri á Oracle, SQL Server, DB2 eða Informix, MySQL eða öðrum vensluðum gagnagrunnum.

Námskeiðið verður haldið daganna 15. og 16. september.

Nánari upplýsingar
27.8.2014 | 11.53

Námskeið á næstunni!