APEX, APEX, APEX, APEX, APEX!

Dagana 28. – 30. mars mun Miracle halda námskeið í Oracle APEX. APEX, sem kemur frítt með Oracle gagnagrunnum, hefur rutt sér mjög til rúms á síðustu árum sem einfalt og öflugt verkfæri til að búa til vefviðmót ofan á hugbúnaðarkerfi sem keyra á Oracle. Kennari á námskeiðinu verður Scott Spendolini sem í mörg ár hefur unnið við ráðgjöf og kennslu á APEX. Hann hefur skrifað tvær bækur um hugbúnaðarþróun og öryggi í APEX og vann til skamms tíma hjá Oracle Corporation sem vörustjóri fyrir APEX. Námskeiðið er miðað við gagnagrunnsforritara og notendur hugbúnaðarkerfa sem vilja öðlast þekkingu á gerð viðskiptahugbúnaðar með APEX. Sjá nánar á http://miracle.is/en/building-apex-applications/.