SQL Saturday Iceland 2017

Miracle er styrktaraðili ráðstefnunnar SQL Saturday Iceland og af því tilefni leyfi ég mér að plögga aðeins fyrir hönd undirbúningsnefndar.

Nú líður að því að ráðstefnan SQL Saturday Iceland verði haldin í annað sinn. Laugardaginn 18. mars verða um 20 erlendir fyrirlesarar á Íslandi í þeim tilgangi að fræða okkur um hina ýmsu leyndardóma Microsoft Data Platforms. Þrjár línur verða í boði: ein með fókus á forritara, ein með fókus á DBA og ein með fókus á viðskiptagreiningu. Samtals eru fyrirlestrarnir 21 og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Reykjavíkur og fyrirlestrarnir fara fram á ensku. Það besta er að það kostar ekkert inn og er öllum frjálst að mæta. Við óskum þess þó að fólk skrái sig því auk þess að fá fyrirlestra í heimsklassa án endurgjalds verða veitingar í boði og þurfum við að fá þátttakendur til að skrá sig til að við getum áætlað hversu mikið þið þurfið. Skráning fer fram á https://www.sqlsaturday.com/602/RegisterNow.aspx.

The Myth of Self-Service Analytics

Nýlega las ég grein sem heitir The Myth of Self-Service Analytics (http://www.perceptualedge.com/blog/?p=2467) og fjallar um hættuna við að stökkva á töfralausnir, byggðar á litríkum hugbúnaðarverkfærum, í þeim tilgangi að gera hverjum sem er kleift að greina upplýsingar og viðskiptagögn. Ég hef reglulega tuðað yfir þessu Self-service BI því ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.  Það eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga við umræður um þessi mál því þau eru ekki svarthvít heldur, eins og alltaf, grá.

 

  1. BI fyrirtækin vilja selja Self-service BI (SSBI) til að selja tólin sín sem víðast.
  2. Stjórnendur eru markhópurinn í sölunni. Þeir sem vinna við greiningu gagna og framsetningu upplýsinga eru helst ekki hafðir með í söluferlinu því þeir skilja hvað þarf til að hægt sé að greina gögn með vitrænum hætti.
  3. Self-service BI getur ALDREI gengið án þess að hafa einhvers konar vöruhús. Þetta er því að vissu leyti blekking.  „Hér er tólið þitt, hér er gagnagrunnurinn þinn með 25 þúsund töflum.  Skilaðu mér sölutölum og spá fyrir næsta ár á morgun.“ Það segir sig sjálft að svona lagað gerist ekki í raunveruleikanum.
  4. SSBI getur gengið fyrir ofurnotendur (superusers) sem vinna á vel skilgreindum gögnum. Það er þó alltaf hætta á fleiri en einni útgáfu af sannleikanum þegar svoleiðis er í gangi.  Sú hætta er að sjálfsögðu til staðar þó sérfræðingar komi að málum en hún er langtum minni.
  5. SSBI hefur verið í gangi lengi en ekki endilega með þessu nafni. Þetta er hluti af þeirri þörf, sem virðist loða við vöruhúsabransann, að endurnefna sífellt hlutina: DSS – DW – OLAP – Analytics – SSBI. Þetta eru ekki endilega nákvæmlega sömu hlutirnir en afskaplega svipaðir. Þetta hefur að nokkru leyti alltaf verið markmiðið með BI, þ.e. að gera notendur sjálfbjarga og það er vissulega hægt en það gerist ekki án þess að undirstöðurnar (vöruhúsið) séu traustar.

Snjall fídus í Oracle

Ég rakst á grein sem fjallar um mekanisma til að gera sjálfkrafa það sem maður hefur verið að rembast við handvirkt hingað til, að cache-a niðurstöður úr föllum þannig að aðeins þurfi að kalla á þær einu sinni fyrir sömu gildin. Virkar fyrir útgáfu 11.1 og upp úr og breytingar til batnaðar eru í 11.2. Kosturinn við útfærslu Oracle er að þetta er „cross session“, þ.e. ef kallað er á f(x) sem skilar n í session 1 þá þarf session 2 ekki að keyra f(x) (þótt hún kalli á hana); result settið er cache-að ef maður notar RESULT_CACHE.

Til skýringar er ágætt að lesa greinina. https://oracle-base.com/articles/11g/cross-session-plsql-function-result-cache-11gr1.

Viðskiptagreind er ljótt orð

Æ,æ,æ,æ hvað mér finnst orðið viðskiptagreind ljótt, vont og alls ekki lýsandi fyrir fyrirbrigðið sem það á að lýsa. Viðskiptagreind er nefnilega þýðing á hugtakinu Business Intelligence líkt og t.d. Miðgreindarstofnunin er þýðing á nafninu Central Intelligence Agency.

Business Intelligence (BI) vísar almennt til þess að safna saman, greina og setja fram upplýsingar sem unnar eru úr gögnum sem  eru ekki endilega vel til þess fallin að rannsaka beint. Þannig gæti þetta vísað til vöruhúss gagna og skýrslugerðar upp úr því, teningavinnslu (MOLAP cubes) og þess háttar. Almennt hefur ekki verið talað um Data Mining (DM) sem BI fyrr en núna nýlega þar sem DM er almennt aðeins á færi sérfræðinga ennþá.

Það slæma er að ég hef enga góða þýðingu á BI á takteinum. Ég veit bara að viðskiptagreind er jafn vont orð og viðskiptagáfur. Ég væri mun sáttari við orðið viðskiptarannsóknir þótt það sé ekki neitt til að hrópa húrra fyrir en eins og menn vita þá þýðir orðið intelligence ekki næstum alltaf greind. Miklu frekar njósnir eða rannsóknir og eflaust eru fleiri þýðingar. Það vill nefnilega svo til að Intelligence í BI vísar til rannsókna, ekki greindar. Meira að segja orðið business er hæpið að þýða sem viðskipti í þessu tilfelli – en látum það liggja á milli hluta, það er nógu nálægt.

En burt með þetta orð, notum frekar BI beint, VR (Viðskiptarannsóknir) eða eitthvað betra sem einhver íslenskusnillingurinn getur hugsað upp.

Tuðað þann áttunda febrúar 2008.