Öryggisnámskeið með Pete Finnigan

Pete Finnigan er líklega besti öryggissérfræðingur sem við þekkjum þegar kemur að gagnagrunnum og nú höfum við sjanghæjað honum í að halda tvö námskeið fyrir okkur. Fyrra námskeiðið nefnist „Appreciation of Oracle Security“ og hið seinna „Hardening and Securing Oracle“. Hvort námskeið er einn dagur og er hægt að kaupa þau stök eða saman á sérkjörum.

Námskeiðin eru kennd dagana 5. og 6. september frá klukkan 12.30 til 20.00. Með þessum hætti gefst þátttakendum færi á að sækja námskeið og nýja þekkingu án þess að hverfa alveg frá vinnu á meðan.

Sjá nánar um Appreciation of Oracle Security.

Sjá nánar um Hardening and Securing Oracle.

Oracle námskeið –Troubleshooting Oracle Performance

Loksins er aftur komið að því sem allir hafa beðið eftir – almennilegur Oracle kúrs! Í maí mun Miracle halda námskeið sem nefnist Troubleshooting Oracle Performance. Fyrirlesari verður Christian Antognini sem hefur unnið við að ná því besta út úr Oracle kóða í yfir tuttugu ár. Námskeiðið er tveir dagar og er byggt á samnefndri bók hans. Á því er farið í greiningu og úrlausn afkastavandamála í hugbúnaði sem byggir á Oracle gagnagrunni. Forritarar, gagnagrunnstjórar og greinendur munu allir hafa gagn af efni námskeiðsins. Sjá nánar á http://miracle.is/en/troubleshooting-oracle-performance/.

Oracle dagurinn 2015 – Simplify IT

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 munu Oracle og Miracle í sameiningu halda ráðstefnu á Hotel Natura um margt af því sem ber hæst á góma í upplýsingatækni um þessar mundir. Sérstök áhersla er lögð á einföldun í rekstri upplýsingakerfa enda ber ráðstefnan yfirskriftina Simplify IT. Sérfræðingar á vegum Oracle munu fjalla um skýið, geymslulausnir frá Oracle, Big Data og ýmislegt annað sem miðar að skilvirkari rekstri. Að auki verður tæpt á því markverðasta sem bar fyrir augu á Oracle Open World í San Francisco í síðasta mánuði en sú ráðstefna er sú stærsta sem tengist Oracle.

Fyrirlestrar eru 60 – 90 mínútur að lengd og er þeim lengri skipt í tvennt. Nánari upplýsingar um efni fyrirlestra er að finna á síðu Oracle um ráðstefnuna.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Boðið verður upp á hádegismat og hressingu í kaffihléum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

od2015

Við erum flutt!

Miracle hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Síðumúlanum í Hús verslunarinnar í Kringlunni 7. Við erum í sjöunda himni yfir þessu enda á sjöundu hæð. Fljótlega munum við bjóða til innflutningshátíðar og skoðunarferðar um dýrðina.