Vísindavika Miracle

𝐌𝐢𝐫𝐚𝐜𝐥𝐞 𝐬𝐭𝐞𝐧𝐝𝐮𝐫 𝐟𝐲𝐫𝐢𝐫 𝐯𝐢́𝐬𝐢𝐧𝐝𝐚𝐝𝐨̈𝐠𝐮𝐦 𝐢́ 𝐬𝐚𝐦𝐬𝐭𝐚𝐫𝐟𝐢 𝐯𝐢ð 𝐒𝐤𝐲́, 𝐎𝐫𝐚𝐜𝐥𝐞 𝐨𝐠 𝐁𝐨𝐭𝐒𝐮𝐩𝐩𝐥𝐲.

Hægt er að skrá sig á einstakan viðburð eða heilan dag. Aðgangur er fríkeypis!

𝟐𝟔. 𝐦𝐚𝐫𝐬, þ𝐫𝐢ð𝐣𝐮𝐝𝐚𝐠𝐮𝐫
Miracle býður félögum Ský í heimsókn til að fræðast um starfsemi fyrirtækisins. Starfsmenn félagsins munu taka á móti gestum með bros á vör og kynna starfsemina auk þess að sjá til þess að enginn fari svangur heim. Skráning á heimasíðu Ský.

𝟐𝟕. 𝐦𝐚𝐫𝐬, 𝐦𝐢ð𝐯𝐢𝐤𝐮𝐝𝐚𝐠𝐮𝐫
Miracle býður upp á fyrirlestra og vinnustofu um skýið, microservices og gáma. Paul Jenkins og Lars Engbork frá Oracle munu leiða þennan dag. Þótt þeir séu báðir frá Oracle höfum við bannað þeim að reyna að selja nokkurn skapaðan hlut þó þeir noti skýjalausn og annað frá Oracle til að kynna þau hugtök sem farið verður í. Þessi dagur er settur upp til fróðleiks og lærdóms og ef til vill nokkurrar skemmtunar.

𝟗:𝟎𝟎 – 𝟏𝟐:𝟎𝟎 𝐀𝐧𝐧𝐚𝐫𝐚𝐫 𝐤𝐲𝐧𝐬𝐥𝐨́ð𝐚𝐫 𝐬𝐤𝐲́𝐣𝐚þ𝐣𝐨́𝐧𝐮𝐬𝐭𝐚 – 𝐏𝐚𝐮𝐥 𝐉𝐞𝐧𝐤𝐢𝐧𝐬, 𝐎𝐫𝐚𝐜𝐥𝐞
Fyrir hádegi mun Paul kynna Oracle Cloud Infrastructure (OCI) sem þeir hjá Oracle segja sérstaklega hannað með öryggi og afköst í huga. Einnig verður farið yfir það sem á ensku nefnist Container Native Platform og Container Engine for Kubernetes (OKE).

𝟗:𝟎𝟎 – 𝟏𝟐:𝟎𝟎 𝐅𝐥𝐮𝐭𝐧𝐢𝐧𝐠𝐮𝐫 𝐤𝐞𝐫𝐟𝐚 𝐢́ 𝐬𝐤𝐲́𝐢ð – 𝐋𝐚𝐫𝐬 𝐄𝐧𝐠𝐛𝐨𝐫𝐤, 𝐎𝐫𝐚𝐜𝐥𝐞
Flutningur í skýið veitir mikla möguleika, ekki síst sveigjanleika. Hins vegar fylgja því ýmsar áskoranir og ákvarðanir. Lars Engbork mun tala um hvað helst þarf að hafa í huga þegar flutt er í skýið, helstu tækifæri og hvað þarf að varast. Lars byggir fyrirlestur sinn á því hvernig hægt er að standa að flutningi á viðkvæmum þriggja laga (three-tier) kerfum í skýið.

𝟏𝟑:𝟎𝟎 – 𝟏𝟔:𝟎𝟎 𝐆𝐚́𝐦𝐚𝐯𝐢𝐧𝐧𝐮𝐬𝐭𝐨𝐟𝐚 𝐦𝐞ð 𝐏𝐚𝐮𝐥 𝐉𝐞𝐧𝐤𝐢𝐧𝐬

Eftir hádegi verður hægt að fikta í því sem kynnt var fyrir hádegi. Paul mun leiðbeina þátttakendum við að sjálfvirknivæðingu ferlis til að setja gámaforrit í rekstur með OKE. Þátttakendur þurfa að taka fartölvu með sér.

-𝐺𝑒𝑡 𝐻𝑎𝑛𝑑𝑠 𝑜𝑛 𝑤𝑖𝑡ℎ 𝑂𝑟𝑎𝑐𝑙𝑒 𝑃𝑢𝑏𝑙𝑖𝑐 𝐶𝑙𝑜𝑢𝑑:
-𝐿𝑒𝑎𝑟𝑛 ℎ𝑜𝑤 𝑡𝑜 𝑐𝑜𝑛𝑡𝑎𝑖𝑛𝑒𝑟𝑖𝑧𝑒 𝑚𝑖𝑐𝑟𝑜𝑠𝑒𝑟𝑣𝑖𝑐𝑒𝑠 𝑢𝑠𝑖𝑛𝑔 𝑊𝑒𝑟𝑐𝑘𝑒𝑟
-𝐶𝑟𝑒𝑎𝑡𝑒 𝑎𝑛𝑑 𝐷𝑒𝑝𝑙𝑜𝑦 𝐶𝑜𝑛𝑡𝑎𝑖𝑛𝑒𝑟𝑠 𝑡𝑜 𝑎 𝑀𝑎𝑛𝑎𝑔𝑒𝑑 𝐾𝑢𝑏𝑒𝑟𝑛𝑒𝑡𝑒𝑠 𝐶𝑙𝑢𝑠𝑡𝑒𝑟
-𝐴𝑢𝑡𝑜𝑚𝑎𝑡𝑒 𝐶𝑜𝑚𝑝𝑙𝑒𝑥 𝐶𝑜𝑛𝑡𝑖𝑛𝑢𝑜𝑢𝑠 𝐼𝑛𝑡𝑒𝑔𝑟𝑎𝑡𝑖𝑜𝑛/𝐶𝑜𝑛𝑡𝑖𝑛𝑢𝑜𝑢𝑠 𝐷𝑒𝑙𝑖𝑣𝑒𝑟𝑦
𝑃𝑖𝑝𝑒𝑙𝑖𝑛𝑒𝑠
-𝐼𝑚𝑝𝑙𝑒𝑚𝑒𝑛𝑡 𝐵𝑙𝑢𝑒/𝐺𝑟𝑒𝑒𝑛 𝐷𝑒𝑝𝑙𝑜𝑦𝑚𝑒𝑛𝑡𝑠 𝑢𝑠𝑖𝑛𝑔 𝐾𝑢𝑏𝑒𝑟𝑛𝑒𝑡𝑒𝑠
-𝐿𝑒𝑣𝑒𝑟𝑎𝑔𝑒 𝐹𝑛 𝑓𝑜𝑟 𝑆𝑒𝑟𝑣𝑒𝑟𝑙𝑒𝑠𝑠 𝐷𝑒𝑣𝑒𝑙𝑜𝑝𝑚𝑒𝑛𝑡

𝟏𝟑:𝟎𝟎 – 𝟏𝟔:𝟎𝟎 𝐃𝐚𝐭𝐚 𝐋𝐢𝐟𝐞𝐜𝐲𝐜𝐥𝐞 𝐌𝐚𝐧𝐚𝐠𝐞𝐦𝐞𝐧𝐭 𝐢́ 𝐬𝐤𝐲́𝐢𝐧𝐮 – 𝐋𝐚𝐫𝐬 𝐄𝐧𝐠𝐛𝐨𝐫𝐤, 𝐎𝐫𝐚𝐜𝐥𝐞
Lars mun fjalla um Data Lifecycle Management í skýinu. Hvað verður með gögnin eftir að þau eru komin þangað? Geta þau stækkað endalaust meðan maður borgar eða er þetta snúnara? Hve mikið þarf að borga, þarf að taka til í skýjagögnum og hvernig er það gert?

𝟐𝟖. 𝐦𝐚𝐫𝐬, 𝐟𝐢𝐦𝐦𝐭𝐮𝐝𝐚𝐠𝐮𝐫
𝟗:𝟎𝟎 – 𝟏𝟐:𝟎𝟎 𝐓𝐚𝐥𝐚ð𝐮 𝐯𝐢ð 𝐢́𝐬𝐥𝐞𝐧𝐬𝐤𝐭 𝐬𝐩𝐣𝐚𝐥𝐥𝐦𝐞𝐧𝐧𝐢! – 𝐀𝐬𝐬𝐞𝐫 𝐒𝐦𝐢𝐝𝐭, 𝐁𝐨𝐭𝐒𝐮𝐩𝐩𝐥𝐲
BotSupply hefur sett upp spjallmenni (chatbots) fyrir fyrirtæki og stofnanir um allan heim, meðal annars fyrir Carlsberg, Danfoss, Bilka, DSB og nú síðast Reiknistofu bankanna. Asser Smidt frá BotSupply segir okkur frá spjallmönnum og sýnir hversu einfalt er að byggja og setja upp spjallmenni með ODA og CMS+NPL frá BotSupply. Þetta er ekki söluræða frekar en erindi frá öðrum þessa vikuna. Við viljum frekar vekja áhuga, færa fram upplýsingar og notagildi með dæmum auk þess að taka 30 – 60 mínútur í að sýna hve auðvelt er að smíða talmenni (botta).

Skrá mig strax fyrir núllkall!

Öryggisnámskeið með Pete Finnigan

Pete Finnigan er líklega besti öryggissérfræðingur sem við þekkjum þegar kemur að gagnagrunnum og nú höfum við sjanghæjað honum í að halda tvö námskeið fyrir okkur. Fyrra námskeiðið nefnist „Appreciation of Oracle Security“ og hið seinna „Hardening and Securing Oracle“. Hvort námskeið er einn dagur og er hægt að kaupa þau stök eða saman á sérkjörum.

Námskeiðin eru kennd dagana 5. og 6. september frá klukkan 12.30 til 20.00. Með þessum hætti gefst þátttakendum færi á að sækja námskeið og nýja þekkingu án þess að hverfa alveg frá vinnu á meðan.

Sjá nánar um Appreciation of Oracle Security.

Sjá nánar um Hardening and Securing Oracle.

Oracle námskeið –Troubleshooting Oracle Performance

Loksins er aftur komið að því sem allir hafa beðið eftir – almennilegur Oracle kúrs! Í maí mun Miracle halda námskeið sem nefnist Troubleshooting Oracle Performance. Fyrirlesari verður Christian Antognini sem hefur unnið við að ná því besta út úr Oracle kóða í yfir tuttugu ár. Námskeiðið er tveir dagar og er byggt á samnefndri bók hans. Á því er farið í greiningu og úrlausn afkastavandamála í hugbúnaði sem byggir á Oracle gagnagrunni. Forritarar, gagnagrunnstjórar og greinendur munu allir hafa gagn af efni námskeiðsins. Sjá nánar á http://miracle.is/en/troubleshooting-oracle-performance/.

Oracle dagurinn 2015 – Simplify IT

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 munu Oracle og Miracle í sameiningu halda ráðstefnu á Hotel Natura um margt af því sem ber hæst á góma í upplýsingatækni um þessar mundir. Sérstök áhersla er lögð á einföldun í rekstri upplýsingakerfa enda ber ráðstefnan yfirskriftina Simplify IT. Sérfræðingar á vegum Oracle munu fjalla um skýið, geymslulausnir frá Oracle, Big Data og ýmislegt annað sem miðar að skilvirkari rekstri. Að auki verður tæpt á því markverðasta sem bar fyrir augu á Oracle Open World í San Francisco í síðasta mánuði en sú ráðstefna er sú stærsta sem tengist Oracle.

Fyrirlestrar eru 60 – 90 mínútur að lengd og er þeim lengri skipt í tvennt. Nánari upplýsingar um efni fyrirlestra er að finna á síðu Oracle um ráðstefnuna.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Boðið verður upp á hádegismat og hressingu í kaffihléum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

od2015

Við erum flutt!

Miracle hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Síðumúlanum í Hús verslunarinnar í Kringlunni 7. Við erum í sjöunda himni yfir þessu enda á sjöundu hæð. Fljótlega munum við bjóða til innflutningshátíðar og skoðunarferðar um dýrðina.