Oracle námskeið í október

Viðtökur við Oracle námskeiðinu okkar fyrr á þessu ári voru einstaklega góðar og því hrærum við í annað nú í október. Að þessu sinni leggjum við áherslu á forritara sem skrifa kerfi sem tengjast og byggja á Oracle gagnagrunnum. Námskeiðið er mjög hagnýtt og efni þess vandlega valið til að efla forritara í að skrifa kóða sem skalast vel, greina afköst og öðlast betri skilning á hvernig Oracle gagnagrunnur vinnur. Eins og segir í enskri lýsingu námskeiðsins: Ef forritarar þurfa það ekki, er það ekki í námskeiðinu.

Kennari er Ric van Dyke frá Hotsos í Ameríkuhreppi. Hann hefur áður kennt á Íslandi við góðan orðstír enda hefur hann yfir 30 ára reynslu af Oracle og kennslu.

Námskeiðið er kennt dagana 23. – 25. október frá klukkan 12.30 til 20.00. Með þessum hætti gefst þátttakendum færi á að sækja námskeið og nýja þekkingu án þess að hverfa alveg frá vinnu á meðan.

Og fyrst við erum byrjaðir að halda námskeið á annað borð ætlum við ekki að halda eitt námskeið heldur tvö. Seinna námskeiðið er einn dagur og verður kennt beint í framhaldi af hinu þann 26. október. Efni þess snýst um uppbyggingu, notkun og viðhald indexa í Oracle. Þeir sem sækja fyrra námskeiðið býðst að sækja seinna námskeiðið án aukagjalds og einnig er hægt að kaupa aðgang eingöngu að því seinna.

Sjá nánar um Oracle Performance Optimization for Developers hér.

Sjá nánar um Indexing in Oracle hér.

Troubleshooting Oracle Performance – Oracle námskeið

Nú styttist í það – almennilegur Oracle kúrs! 29. -30. maí mun Miracle halda námskeið sem nefnist Troubleshooting Oracle Performance. Fyrirlesari verður Christian Antognini sem hefur unnið við að ná því besta út úr Oracle kóða í yfir tuttugu ár. Námskeiðið er tveir dagar og er byggt á samnefndri bók hans. Á því er farið í greiningu og úrlausn afkastavandamála í hugbúnaði sem byggir á Oracle gagnagrunni. Forritarar, gagnagrunnstjórar og greinendur munu allir hafa gagn af efni námskeiðsins. Sjá nánar á http://miracle.is/en/troubleshooting-oracle-performance/.

Öryggisdagur Miracle og Crimson

Miðvikudaginn 22. mars munu Miracle og Crimson Security standa fyrir upplýsingadegi um verndun og meðferð persónuupplýsinga. Áherslan verður á PCI-staðalinn, reglugerð sem nefnist GDPR og hvernig þetta tvennt spilar saman. PCI er staðall sem gefin er út af samtökum greiðslukortaútgefenda með það að markmiði að tryggja sem öruggasta varðveislu kortaupplýsinga. GDPR (General Data Protection Regulation) er reglugerð sem nýlega var gefin út af Evrópusambandinu og er ætlað að styrkja og samræma meðferð fyrirtækja á persónuupplýsingum.

Öryggisdagurinn er opin öllum og á erindi við stjórnendur, tæknifólk og aðra sem meðhöndla kortagögn og upplýsingar um einstaklinga. Fyrir hádegi er viðfangsefnið yfirgripsmeira og eftir hádegi verður farið dýpra í tæknileg atriði.

Nánari upplýsingar og skráning hér.

APEX, APEX, APEX, APEX, APEX!

Dagana 28. – 30. mars mun Miracle halda námskeið í Oracle APEX. APEX, sem kemur frítt með Oracle gagnagrunnum, hefur rutt sér mjög til rúms á síðustu árum sem einfalt og öflugt verkfæri til að búa til vefviðmót ofan á hugbúnaðarkerfi sem keyra á Oracle. Kennari á námskeiðinu verður Scott Spendolini sem í mörg ár hefur unnið við ráðgjöf og kennslu á APEX. Hann hefur skrifað tvær bækur um hugbúnaðarþróun og öryggi í APEX og vann til skamms tíma hjá Oracle Corporation sem vörustjóri fyrir APEX. Námskeiðið er miðað við gagnagrunnsforritara og notendur hugbúnaðarkerfa sem vilja öðlast þekkingu á gerð viðskiptahugbúnaðar með APEX. Sjá nánar á http://miracle.is/en/building-apex-applications/.