Ennþá best!

Þriðja árið í röð sigrar Miracle í flokki millistórra fyrirtækja í könnun VR um fyrirtæki ársins. Starfsmenn fjölmenntu á hátíðlega viðhöfn í Hörpunni í gær þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og þá kom sér nú vel að eiga tveggja hæða rútu til að flytja mannskapinn. Við erum ákaflega ánægð og stolt yfir þessum árangri og ekki dregur úr gleðinni að einkunnin sem Miracle fékk hækkaði um ríflega heilt prósent milli ára, úr 4,81 í 4,87 af fimm mögulegum!

Finna má ítarlega umfjöllun um könnunina á vef VR.