Inside the MIND of a Hacker
The Anatomy of a Privileged Account Hack

Inside the MIND of a Hacker” er heiti fyrirlestrar sem Joseph Carson ætlar að flytja. Joseph er CISSP og meðal annars ráðgjafi margra ríkisstjórna í öryggismálum. Hann ætlar að fara yfir það hvernig hakkarar hugsa og hvernig þeir velja sér fórnarlömb. Það er ekki oft sem við fáum sérfræðinga af þessu kaliberi til okkar, láttu því ekki tækifærið fram hjá þér fara.

Hvernig hugsa hakkarar? Aðferðir til að verja viðkvæmar aðgangsupplýsingar.

Ef þú skilur hvernig hakkarar velja sér fórnarlömb getur þú gert þeim mun erfiðara fyrir að stela frá þér upplýsingum, auðkenni eða peningum.

Joseph ætlar að útskýra hvernig hakkarar eða innherjar geta ógnað öryggi tölvukerfa með því að misnota veikleika eða upplýsingar sem þeir hafa komist yfir. Hann ætlar ræða sérstaklega um áhættu sem tengist notendum sem hafa auknar aðgangsheimildir (t.d. kerfisstjórar), því leki á aðgangsupplýsingum venjulegs notanda eða notenda með auknar aðgangsheimildir getur skilið á milli lítils fráviks og stórslyss. Oft er auðvelt að bregðast við ógn við eitt afmarkað kerfi með lagfæringum eða einangrun viðkomandi kerfis, en þegar hakkarar komast yfir auðkenni notenda með auknar aðgangsheimildir getur það leitt til meiriháttar vandamála.

Meðal þess sem Joseph ætlar að snerta á:

  • Aðferðarfræði hakkara til að komast yfir notendaupplýsingar fólks með auknar aðgangsheimildir (e. Privileged accounts).
  • Hvernig tölvuþrjótar velja sér fórnarlömb.
  • Hvað getur þú gert til að lágmarka áhættu og koma í veg fyrir misnotkun á viðkvæmum gögnum.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica þann 5. apríl, hefst kl 9, lýkur kl 11.
ATH Takmarkað sætaframboð. Aðgangur ókeypis.

SKRÁNING HÉR