Menntun

Hjá Miracle leggjum við okkur fram við að bjóða einungis upp á námskeið í hæsta gæðaflokki.

Miracle masterclass

Við vitum að tíminn er dýrmætur. Af þeirri ástæðu höfum einsett okkur að bjóða eingöngu heimsklassa kennara á Miracle Masterclass námskeiðunum til að nemendur fái sem mest út úr námskeiðum hjá okkur. Á þann hátt komumst við yfir meira efni á skemmri tíma og tryggjum að þú öðlist bæði djúpan skilning á viðkomandi efni og hagnýta þekkingu sem nýtist þér í starfi strax að loknu námskeiði.

Oracle námskeið

Miracle býður fjölda Oracle námskeiða, s.s. DBA, Backup & recovery, Tuning, PL/SQL, Introduction to Oracle, Discoverer og fleira. Hægt er að fá öll námskeið sérsniðin að hverju fyrirtæki til að nýta tíma þátttakenda sem best. Kennarar á námskeiðunum eru meðal færustu Oracle sérfræðinga á landinu og þeir búa yfir mikilli reynslu af því efni sem farið er í gegnum á námskeiðunum. Við ábyrgjumst 100% ánægju viðskiptavina okkar – ef nemendur eru ekki 100% ánægðir með námskeið Miracle fá þeir það endurgreitt!

Microsoft námskeið

Miracle hefur tekið höndum saman með Promennt sem hefur verið leiðandi tölvuskóli á sviði Microsoft námskeiða. Miracle og Promennt bjóða viðskiptavinum sínum upp á fjölbreytt úrval SQL Server námskeiða:

Uppfærslunámskeið fyrir SQL Server

  • Ný námskeið í SQL Server
  • SQL Server Reporting Services
  • SQL Server Analysis Services