Oracle dagurinn 2015 – Simplify IT

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 munu Oracle og Miracle í sameiningu halda ráðstefnu á Hotel Natura um margt af því sem ber hæst á góma í upplýsingatækni um þessar mundir. Sérstök áhersla er lögð á einföldun í rekstri upplýsingakerfa enda ber ráðstefnan yfirskriftina Simplify IT. Sérfræðingar á vegum Oracle munu fjalla um skýið, geymslulausnir frá Oracle, Big Data og ýmislegt annað sem miðar að skilvirkari rekstri. Að auki verður tæpt á því markverðasta sem bar fyrir augu á Oracle Open World í San Francisco í síðasta mánuði en sú ráðstefna er sú stærsta sem tengist Oracle.

Fyrirlestrar eru 60 – 90 mínútur að lengd og er þeim lengri skipt í tvennt. Nánari upplýsingar um efni fyrirlestra er að finna á síðu Oracle um ráðstefnuna.

Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir en nauðsynlegt er að skrá sig fyrirfram. Boðið verður upp á hádegismat og hressingu í kaffihléum.

Við hlökkum til að sjá ykkur!

od2015