Oracle námskeið í október

Viðtökur við Oracle námskeiðinu okkar fyrr á þessu ári voru einstaklega góðar og því hrærum við í annað nú í október. Að þessu sinni leggjum við áherslu á forritara sem skrifa kerfi sem tengjast og byggja á Oracle gagnagrunnum. Námskeiðið er mjög hagnýtt og efni þess vandlega valið til að efla forritara í að skrifa kóða sem skalast vel, greina afköst og öðlast betri skilning á hvernig Oracle gagnagrunnur vinnur. Eins og segir í enskri lýsingu námskeiðsins: Ef forritarar þurfa það ekki, er það ekki í námskeiðinu.

Kennari er Ric van Dyke frá Hotsos í Ameríkuhreppi. Hann hefur áður kennt á Íslandi við góðan orðstír enda hefur hann yfir 30 ára reynslu af Oracle og kennslu.

Námskeiðið er kennt dagana 23. – 25. október frá klukkan 12.30 til 20.00. Með þessum hætti gefst þátttakendum færi á að sækja námskeið og nýja þekkingu án þess að hverfa alveg frá vinnu á meðan.

Og fyrst við erum byrjaðir að halda námskeið á annað borð ætlum við ekki að halda eitt námskeið heldur tvö. Seinna námskeiðið er einn dagur og verður kennt beint í framhaldi af hinu þann 26. október. Efni þess snýst um uppbyggingu, notkun og viðhald indexa í Oracle. Þeir sem sækja fyrra námskeiðið býðst að sækja seinna námskeiðið án aukagjalds og einnig er hægt að kaupa aðgang eingöngu að því seinna.

Sjá nánar um Oracle Performance Optimization for Developers hér.

Sjá nánar um Indexing in Oracle hér.