Öryggisdagur Miracle og Crimson

Miðvikudaginn 22. mars munu Miracle og Crimson Security standa fyrir upplýsingadegi um verndun og meðferð persónuupplýsinga. Áherslan verður á PCI-staðalinn, reglugerð sem nefnist GDPR og hvernig þetta tvennt spilar saman. PCI er staðall sem gefin er út af samtökum greiðslukortaútgefenda með það að markmiði að tryggja sem öruggasta varðveislu kortaupplýsinga. GDPR (General Data Protection Regulation) er reglugerð sem nýlega var gefin út af Evrópusambandinu og er ætlað að styrkja og samræma meðferð fyrirtækja á persónuupplýsingum.

Öryggisdagurinn er opin öllum og á erindi við stjórnendur, tæknifólk og aðra sem meðhöndla kortagögn og upplýsingar um einstaklinga. Fyrir hádegi er viðfangsefnið yfirgripsmeira og eftir hádegi verður farið dýpra í tæknileg atriði.

Nánari upplýsingar og skráning hér.