Ráðgjöf

Hjá Miracle starfar öflugt teymi sérfræðinga í viðskiptagreiningu (business intelligence), vöruhúsum gagna (data warehousing), forritarara, sérfræðinga í öryggismálum auk gagnagrunnssérfræðinga með áralanga reynslu.

 

Kerfisúttektir

Starfsmenn Miracle greina tölvuumhverfi og gefa góð ráð um hvernig hægt er að ná markmiðum hvað varðar tíma, aðgengi, uppitíma, kostnað, umfang, öryggi og fleira. Við aðstoðum við að móta stefnu í upplýsingatækni. Við greinum einstök kerfi eða umhverfið í heild sinni. Nálgunin er meðal annars miðuð við högun, notkun, öryggi og afköst.

  • Fagmenn með langa reynslu
  • Rétt högun lágmarkar áhættu
  • Markmiðasetning

 

Rekstur

Miracle sér um rekstur fjölda gagnagrunna fyrir lítil og stór fyrirtæki. Reynslan sýnir okkur að frávikum í rekstri fækkar töluvert eftir að Miracle tekur yfir rekstur gagnagrunna. Þegar Miracle tekur gagnagrunn í rekstur fylgir með í kaupunum aðgangur að okkar helstu sérfræðingum.

  • Fagmenn með mikla reynslu
  • Staðlaðar aðferðir sem hámarka uppitíma kerfa
  • Fyrirbyggjandi aðgerðir koma í veg fyrir rekstrarfrávik

 

Aðstoð við tölvudeildir

Aðstoð við tölvudeildir fyrirtækja getur auðveldað rekstur tölvukerfa að því marki að alltaf er hægt að fá inn sérfræðinga sem geta stutt við bakið á starfsmönnum tölvudeilda. Aðstoð við tölvudeildir er eins og aukastarfsmaður sem verður ekki veikur, fer ekki í sumarfrí og þarf ekki að hugsa um að viðhalda þekkingarstigi.

  • Tímabundnu álagi mætt með hagkvæmum leiðum
  • Aðkoma fagmanna þegar þörf er á

 

Öryggisúttekt og -vottun

Miracle aðstoðar stofnanir og fyrirtæki við að hækka öryggisstig upplýsingakerfa með einstökum hætti. Ráðgjafar okkar greina hvernig upplýsingakerfi mæta þörfum starfseminnar og hvernig þau taka á áhættuþáttum, meta stöðu upplýsingaöryggis auk þess að benda á viðeigandi úrlausnir. Við útfærum vegvísa fyrir útfærslu lausna, innleiðingaráætlun og veitum viðeigandi ráðgjöf til að aðstoða viðskiptavini við að ná öryggismarkmiðum sínum.

Öryggisúttektir og –vottanir Miracle byggja á bestu venjum við útfærslu upplýsingaöryggis og uppfylla kröfur ýmissa öryggisstaðla á borð við PCI-DSS og ISO 27001 auk laga og reglugerða. Hægt er að útfæra viðeigandi öryggisráðstafanir fyrir hvaða gögn sem er, hvort sem um er að ræða greiðslukortagögn eða önnur viðkvæm gögn.

Nálgun okkar leiðir til aukins öryggisstigs fyrir fyrirtæki og stofnanir. Með því að útfæra réttar öryggisráðstafanir og ferla fylgir það með í kaupunum að stöðluðum öryggiskröfum er mætt. Um þetta vitna umsagnir viðskiptavina okkar.

Miracle útvegar vottanir, hlýtingarskýrslur og skírteini þegar það á við.