Samningur undirritaður við LSH

Björn Jónsson og Gunnar Bjarnason við undirritun samnings.
Björn Jónsson og Gunnar Bjarnason við undirritun samnings.

Í dag var undirritaður samningur milli Landspítala og Miracle um uppsetningu Miracle Stratos í tölvuumhverfi spítalans.

Stratos veitir Landspítalanum nýja sýn á stöðu tölvukerfa spítalans. Tenging milli mismunandi þátta tölvukerfisins verður ljósari, yfirsýn eykst auk þess sem þjónustuframboð upplýsingatæknideildar verður skýrara. Þetta mun leiða til meira öryggis í rekstri til hagsbóta fyrir starfsfólk og sjúklinga spítalans.

Gunnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Miracle, sagði við undirritun samningsins að félagið hafi miklar væntingar til samstarfsins við Landspítala varðandi frekari þróun kerfisins enda tölvuumhverfi Landspítalans umfangsmikið og krefjandi.