Snjall fídus í Oracle

Ég rakst á grein sem fjallar um mekanisma til að gera sjálfkrafa það sem maður hefur verið að rembast við handvirkt hingað til, að cache-a niðurstöður úr föllum þannig að aðeins þurfi að kalla á þær einu sinni fyrir sömu gildin. Virkar fyrir útgáfu 11.1 og upp úr og breytingar til batnaðar eru í 11.2. Kosturinn við útfærslu Oracle er að þetta er „cross session“, þ.e. ef kallað er á f(x) sem skilar n í session 1 þá þarf session 2 ekki að keyra f(x) (þótt hún kalli á hana); result settið er cache-að ef maður notar RESULT_CACHE.

Til skýringar er ágætt að lesa greinina. https://oracle-base.com/articles/11g/cross-session-plsql-function-result-cache-11gr1.