SQL Saturday Iceland 2017

Miracle er styrktaraðili ráðstefnunnar SQL Saturday Iceland og af því tilefni leyfi ég mér að plögga aðeins fyrir hönd undirbúningsnefndar.

Nú líður að því að ráðstefnan SQL Saturday Iceland verði haldin í annað sinn. Laugardaginn 18. mars verða um 20 erlendir fyrirlesarar á Íslandi í þeim tilgangi að fræða okkur um hina ýmsu leyndardóma Microsoft Data Platforms. Þrjár línur verða í boði: ein með fókus á forritara, ein með fókus á DBA og ein með fókus á viðskiptagreiningu. Samtals eru fyrirlestrarnir 21 og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Ráðstefnan verður haldin í Háskóla Reykjavíkur og fyrirlestrarnir fara fram á ensku. Það besta er að það kostar ekkert inn og er öllum frjálst að mæta. Við óskum þess þó að fólk skrái sig því auk þess að fá fyrirlestra í heimsklassa án endurgjalds verða veitingar í boði og þurfum við að fá þátttakendur til að skrá sig til að við getum áætlað hversu mikið þið þurfið. Skráning fer fram á https://www.sqlsaturday.com/602/RegisterNow.aspx.