The Myth of Self-Service Analytics

Nýlega las ég grein sem heitir The Myth of Self-Service Analytics (http://www.perceptualedge.com/blog/?p=2467) og fjallar um hættuna við að stökkva á töfralausnir, byggðar á litríkum hugbúnaðarverkfærum, í þeim tilgangi að gera hverjum sem er kleift að greina upplýsingar og viðskiptagögn. Ég hef reglulega tuðað yfir þessu Self-service BI því ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.  Það eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga við umræður um þessi mál því þau eru ekki svarthvít heldur, eins og alltaf, grá.

 

  1. BI fyrirtækin vilja selja Self-service BI (SSBI) til að selja tólin sín sem víðast.
  2. Stjórnendur eru markhópurinn í sölunni. Þeir sem vinna við greiningu gagna og framsetningu upplýsinga eru helst ekki hafðir með í söluferlinu því þeir skilja hvað þarf til að hægt sé að greina gögn með vitrænum hætti.
  3. Self-service BI getur ALDREI gengið án þess að hafa einhvers konar vöruhús. Þetta er því að vissu leyti blekking.  „Hér er tólið þitt, hér er gagnagrunnurinn þinn með 25 þúsund töflum.  Skilaðu mér sölutölum og spá fyrir næsta ár á morgun.“ Það segir sig sjálft að svona lagað gerist ekki í raunveruleikanum.
  4. SSBI getur gengið fyrir ofurnotendur (superusers) sem vinna á vel skilgreindum gögnum. Það er þó alltaf hætta á fleiri en einni útgáfu af sannleikanum þegar svoleiðis er í gangi.  Sú hætta er að sjálfsögðu til staðar þó sérfræðingar komi að málum en hún er langtum minni.
  5. SSBI hefur verið í gangi lengi en ekki endilega með þessu nafni. Þetta er hluti af þeirri þörf, sem virðist loða við vöruhúsabransann, að endurnefna sífellt hlutina: DSS – DW – OLAP – Analytics – SSBI. Þetta eru ekki endilega nákvæmlega sömu hlutirnir en afskaplega svipaðir. Þetta hefur að nokkru leyti alltaf verið markmiðið með BI, þ.e. að gera notendur sjálfbjarga og það er vissulega hægt en það gerist ekki án þess að undirstöðurnar (vöruhúsið) séu traustar.