Þjónusta

Miracle býður breitt svið þjónustu, allt frá því að vera bakhjarl ef eitthvað kemur upp á hjá viðskiptavinum upp í það að reka tölvukerfi frá A-Ö. Einnig bjóðum við upp á Stratos sem er ný og spennandi lausn fyrir stjórnendur IT deilda.

Þjónustusamningar

Þjónustusamningar Miracle miða að því að veita aðgang að þjónustu Miracle allan sólahringinn allt árið um kring. Starfsemi og þjónusta margra fyrirtækja og stofnana þarf að vera aðgengileg allan sólarhringinn með tilheyrandi álagi á starfsfólk og búnað upplýsingatæknideilda. 24 x 7 þjónusta Miracle lágmarkar rekstrarfrávik og dregur um leið úr álagi á starfsfólk.

Þjónustusamningar eru sérsniðnir að þörfum viðskiptavina. Fyrirtæki eru mismunandi og þarfirnar líka og því leggjum við okkur fram við að þjóna fyrirtækjum á þeim forsendum. Hjá okkur starfa eingöngu reyndir starfsmenn sem að auki hafa skapað sér orð fyrir afburðaframmistöðu. Ögrandi verkefni og kröfuharðir viðskiptavinir tryggja að starfsmenn okkar verða ávallt meðal þeirra bestu í faginu. Við viljum aðeins allra besta fólkið og bjóðum viðskiptavinum okkar aðeins það besta.

Fyrirtæki geta tryggt sér aðgengi að sérþekkingu starfsmanna Miracle utan hefðbundins opnunartíma. Kröfur um uppitíma og aðgengi eru vaxandi þáttur í starfsemi fyrirtækja og snúið að tryggja sig í þeim efnum. Viðaukasamningur Miracle tryggir aðgengi að sérfræðiþekkingu og er til þess fallinn að styðja við markmið fyrirtækja hvað aðgengi og uppitíma varðar.

• Vakt sem aldrei sefur og fer aldrei í frí
• Alltaf til reiðu með stuttum fyrirvara
• 24 x 7 rekstur
• Hagkvæm leið við að tryggja aðgengi að þekkingu

Fjarþjónusta (Remote DBA)

Aðgengi og uppitími er lykilatriði í rekstri. Rekstrarfrávik kosta tíma og peninga og er aðkoma okkar að rekstri gagnagrunna og kerfa miðuð við að hámarka uppitíma og aðgengi með fyrirbyggjandi aðgerðum.

Eftirlit

Við tökum að okkur að fylgjast með gagnagrunnum fyrirtækja allan sólarhringinn allan ársins hring (24 x 7) þar sem að hámarksuppitími er nauðsynlegur fyrir fyrirtækið. Ef þörf er á að bregðast við vandamálum látum við vita og er það í höndum viðskiptavinarins að ákveða hvort hann vilji bregðast við sjálfur eða fá okkur til verksins.

• Eftirlit alla daga, allar nætur – allt árið um kring
• Rekstrarfrávik greind um leið og þau gerast
• Skiptir sköpum að greina frávik í tíma

Lifandi skjölun

Stratos er nýtt tól frá Miracle sem sameinar skjölun, eftirlit og yfirsýn kerfa. Í Stratos byggir þú upp yfirlitsmyndir yfir kerfin þín með einföldu „drag ‘n‘ drop“ viðmóti og í sumum tilfellum getur þú látið Stratos búa til myndina fyrir þig (e. autodiscover). Um leið og búið er að skilgreina þjón eða þjónustu í Stratos byrjar kerfið að fylgjast með. Stratos athugar þjónustur með reglulegu millibili og uppfærir stöðu fyrir viðkomandi þjón eða þjónustu. Ef svar berst ekki innan skilgreindra viðmiða kemur aðvörun strax og auðveldar þannig bilanagreiningu og yfirsýn.

Inn í yfirlitsmyndina er hægt að setja inn ýmsar upplýsingar, til dæmis, hver ber ábyrgð á þjónum eða þjónustum. Þetta auðveldar stjórnendum að finna réttan aðila innan fyrirtækis til þess að bregðast við frávikum. Stratos heldur utan um sögu kerfisins og notendur geta auðveldlega spólað til baka til að skoða hvað villa olli vandamálum í kerfinu, jafnvel þótt búið sé að laga það. Einnig eru geymdar ákveðnar upplýsingar um afköst á borð við svartíma á vefsíðu sem notendur geta skoðað að vild.

Stratos býður einnig upp á þann möguleika að sýna vensl á milli kerfa. Til dæmis, ef uppfæra á gagnagrunn fyrir ákveðið kerfi er hægt að sjá í Stratos hvaða önnur kerfi uppfærslan mun hafa áhrif á.

Öryggislausnir

Miracle býður úrval lausna til að auka öryggi upplýsingakerfa á hagkvæman og skilvirkan hátt. Við bjóðum skanna fyrir greiðslukortanúmer, lausn fyrir varðveislu logga, skönnun á réttleika skráa, ytri veikleikaskönnun auk öryggisleitar fyrir endabúnað á borð við útstöðvar, síma og afgreiðslukerfi.