Um Miracle

Miracle var stofnað árið 2003. Hjá fyrirtækinu starfar öflugt teymi sérfræðinga á sviði viðskiptagreiningar, gagnagrunna, hugbúnaðargerðar, rekstrar og öryggismála. Reyndir ráðgjafar búa yfir áralangri reynslu af vélbúnaði, hugbúnaði, viðskiptakerfum og netbúnaði. Miracle veitir fyrirtækjum á ýmsum sviðum þjónustu, svo sem í bankageira, flugrekstri, opinbera geiranum og heilbrigðisstofnunum.

Miracle byggir á afar einfaldri viðskiptahugmynd. Við leggjum okkur fram um að bjóða viðskiptavinum okkar bestu fáanlegu þjónustu og aðgengi að færustu sérfræðingum á sviði gagnagrunnstækni sem völ er á á Íslandi. Við erum óháðir framleiðendum og getum því boðið viðskiptavinum okkar hlutlausa ráðgjöf óháð hagsmunum framleiðenda hugbúnaðarins.