Umsagnir um öryggisráðgjöf Miracle

PLAIN VANILLA

Við fengum Miracle til að koma að öryggisúttekt hjá okkur og erum hæst ánægð með útkomuna. Það komu mjög margar stórgóðar ábendingar út úr úttektinni sem bæta öryggisstuðul Plain Vanilla og jafnframt betrumbæta starfsumhverfið okkar. Úttektin var mjög ítarleg og var hverjum steini velt við sem hægt var að velta. Fagmennskan í ferlinu þeirra er algerlega til fyrirmyndar, en einnig er ferlið sveigjanlegt til að koma til móts við þarfir okkar. Eftir úttektina sjálfa vorum við komin með góðann verkefnalista í hendurnar, frekar en stóra skýrslu, sem okkur þótti hæfa okkar verkferlum mun betur. Eins og það sé ekki nóg þá er úttektinni svo fylgt eftir þegar okkur vantar þeirra álit á stöðu verkefnisins.

Við getum fyllilega mælt með Miracle og þjónustu þeirra.

Jóhann Friðgeir Jóhannsson (7oi)
Office IT Hacker
QuizUp / Plain Vanilla Games

 

 

ÍSLANDSBANKI

Samstarf Íslandsbanka við Miracle og Crimson Security varðandi úttekt á gagnaöryggi bankans gekk í alla staði mjög vel og skilaði framúrskarandi árangri. Í hvívetna voru fagmennska, þekking og góð vinnubrögð í fyrirrúmi og bankinn stendur sterkari eftir.

Sigríður Olgeirsdóttir
COO Íslandsbanka

 

 

ICELANDAIR

Fengum Miracle til að vinna að öryggisúttekt fyrir okkur og vorum mjög ánægð með þá vinnu.  Fagleg vinnubrögð, mikil þekking á viðfangsefninu og horft á öryggismálin í heild, ekki bara út frá stöðlum.  Sýnt var gott frumkvæði við ábendingar að leiðum, lausnum og aðgerðum.

Guðmundur Ingason
Manager IT Security

 

 

VALITOR

Valitor hefur nú um árabil verið tekið út og vottað árlega gagnvart PCI DSS staðli erlendu kortafyrirtækjanna í samræmi við kröfur þeirra. Fyrir kortafyrirtæki þar sem allt snýst um kort og kortagögn er það flókið og umfangmikið verkefni og í reynd er það svo að mjög umtalsverðum tíma og fjármunum er varið árlega í aðgerðir til að tryggja sem best upplýsingaöryggi hjá fyrirtækinu.

Úttektir á hlítingu við PCI DSS staðalinn eru mjög ítarlegar og í hvert skipti er skoðuð fylgni við hverja einustu kröfu en þær eru nú í nýjustu útgáfu staðalsins yfir 280 talsins. Það er sjónarmið Valitor að það sé mikilvægt að traust og samstarfsvilji sé ríkjandi milli aðila í úttektarferlinu og það er hagur úttektarþola að úttekt sé ítarleg og samviskusamlega unnin og að hún sé jafnframt leiðbeinandi.

Sl. tvö ár hefur Valitor nýtt sér þjónustu Miracle ehf. og bandarísks úttektaraðila Crimson Security inc.  til framkvæma skyldubundnar árlegar PCI DSS úttektir.  Miracle ehf.  er fulltrúi Crimson Security inc. hér á landi og hefur haft milligöngu um ýmis hagnýt mál varðandi úttektirnar og auk þess lagt til rannsóknarvinnu og ráðgjöf með ábendingum um tækifæri til umbóta.

Þeir starfsmenn Valitor sem að samstarfinu komu hafa verið ánægðir með samstarfið við Miracle ehf. og Crimson Security inc. og telja að þeir hafi staðið vel undir þeim væntingum sem lagt var upp með.

Örn Þráinsson
Öryggisstjóri Valitor

 

 

FLUGFÉLAG ÍSLANDS

Starfsmenn Miracle hafa reynst okkur hjá Flugfélagi Íslands mjög vel í öllu sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur.

Tímaáætlanir standast, verk eru vel og faglega unnin og viðmót starfsmanna vingjarnlegt og faglegt.

Þekking Miracle á PCI-DSS og öryggismálum er mjög góð og hefur hjálpað Flugfélagi Íslands í að tryggja öryggi upplýsinga.

Guðmundur Kristinn Ögmundsson
IT Manager

 

 

VODAFONE

PCI

Eftir fund með ráðgjöfum Miracle náðum við að móta stefnu í PCI DSS málum sem unnið er eftir í dag.

MS SQL

Fyrirmyndar ráðgjöf og þjónusta í alla staði. Það hafa ekki komið upp vandamál sem ráðgjafar Miracle hafa ekki náð að leysa með okkur.

Vilhelm S. Sigurðsson
Deildarstjóri, Upplýsingakerfi
Vodafone