The Myth of Self-Service Analytics

Nýlega las ég grein sem heitir The Myth of Self-Service Analytics (http://www.perceptualedge.com/blog/?p=2467) og fjallar um hættuna við að stökkva á töfralausnir, byggðar á litríkum hugbúnaðarverkfærum, í þeim tilgangi að gera hverjum sem er kleift að greina upplýsingar og viðskiptagögn. Ég hef reglulega tuðað yfir þessu Self-service BI því ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.  Það eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga við umræður um þessi mál því þau eru ekki svarthvít heldur, eins og alltaf, grá.   BI fyrirtækin…

Oracle dagurinn 2015 – Simplify IT

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 munu Oracle og Miracle í sameiningu halda ráðstefnu á Hotel Natura um margt af því sem ber hæst á góma í upplýsingatækni um þessar mundir. Sérstök áhersla er lögð á einföldun í rekstri upplýsingakerfa enda ber ráðstefnan yfirskriftina Simplify IT. Sérfræðingar á vegum Oracle munu fjalla um skýið, geymslulausnir frá Oracle, Big Data og ýmislegt annað sem miðar að skilvirkari rekstri. Að auki verður tæpt á því markverðasta sem bar fyrir augu á Oracle Open World í San Francisco í síðasta…

Við erum flutt!

Miracle hefur flutt höfuðstöðvar sínar úr Síðumúlanum í Hús verslunarinnar í Kringlunni 7. Við erum í sjöunda himni yfir þessu enda á sjöundu hæð. Fljótlega munum við bjóða til innflutningshátíðar og skoðunarferðar um dýrðina.

Snjall fídus í Oracle

Ég rakst á grein sem fjallar um mekanisma til að gera sjálfkrafa það sem maður hefur verið að rembast við handvirkt hingað til, að cache-a niðurstöður úr föllum þannig að aðeins þurfi að kalla á þær einu sinni fyrir sömu gildin. Virkar fyrir útgáfu 11.1 og upp úr og breytingar til batnaðar eru í 11.2. Kosturinn við útfærslu Oracle er að þetta er „cross session“, þ.e. ef kallað er á f(x) sem skilar n í session 1 þá þarf session 2 ekki að keyra f(x)…

Við leitum að forritara

Okkur vantar forritara, hugbúnaðarsérfræðing eða hugbúnaðarverkfræðing til að vinna með okkur. Hafðu samband við okkur í síma 544-5900 eða í tölvupósti miracle@miracle.is ef þú hefur áhuga og ef þú heldur að einhver annar hafi áhuga geturðu deilt viðeigandi færslu á fésbók.