Snjall fídus í Oracle

Ég rakst á grein sem fjallar um mekanisma til að gera sjálfkrafa það sem maður hefur verið að rembast við handvirkt hingað til, að cache-a niðurstöður úr föllum þannig að aðeins þurfi að kalla á þær einu sinni fyrir sömu gildin. Virkar fyrir útgáfu 11.1 og upp úr og breytingar til batnaðar eru í 11.2. Kosturinn við útfærslu Oracle er að þetta er „cross session“, þ.e. ef kallað er á f(x) sem skilar n í session 1 þá þarf session 2 ekki að keyra f(x)…

Við leitum að forritara

Okkur vantar forritara, hugbúnaðarsérfræðing eða hugbúnaðarverkfræðing til að vinna með okkur. Hafðu samband við okkur í síma 544-5900 eða í tölvupósti miracle@miracle.is ef þú hefur áhuga og ef þú heldur að einhver annar hafi áhuga geturðu deilt viðeigandi færslu á fésbók.

Samningur undirritaður við LSH

Í dag var undirritaður samningur milli Landspítala og Miracle um uppsetningu Miracle Stratos í tölvuumhverfi spítalans. Stratos veitir Landspítalanum nýja sýn á stöðu tölvukerfa spítalans. Tenging milli mismunandi þátta tölvukerfisins verður ljósari, yfirsýn eykst auk þess sem þjónustuframboð upplýsingatæknideildar verður skýrara. Þetta mun leiða til meira öryggis í rekstri til hagsbóta fyrir starfsfólk og sjúklinga spítalans. Gunnar Bjarnason, framkvæmdastjóri Miracle, sagði við undirritun samningsins að félagið hafi miklar væntingar til samstarfsins við Landspítala varðandi frekari þróun kerfisins enda tölvuumhverfi Landspítalans umfangsmikið og krefjandi.

Ennþá best!

Þriðja árið í röð sigrar Miracle í flokki millistórra fyrirtækja í könnun VR um fyrirtæki ársins. Starfsmenn fjölmenntu á hátíðlega viðhöfn í Hörpunni í gær þar sem niðurstöður könnunarinnar voru kynntar og þá kom sér nú vel að eiga tveggja hæða rútu til að flytja mannskapinn. Við erum ákaflega ánægð og stolt yfir þessum árangri og ekki dregur úr gleðinni að einkunnin sem Miracle fékk hækkaði um ríflega heilt prósent milli ára, úr 4,81 í 4,87 af fimm mögulegum! Finna má ítarlega umfjöllun um könnunina…