Inside the MIND of a Hacker
The Anatomy of a Privileged Account Hack

“Inside the MIND of a Hacker” er heiti fyrirlestrar sem Joseph Carson ætlar að flytja. Joseph er CISSP og meðal annars ráðgjafi margra ríkisstjórna í öryggismálum. Hann ætlar að fara yfir það hvernig hakkarar hugsa og hvernig þeir velja sér fórnarlömb. Það er ekki oft sem við fáum sérfræðinga af þessu kaliberi til okkar, láttu því ekki tækifærið fram hjá þér fara. Hvernig hugsa hakkarar? Aðferðir til að verja viðkvæmar aðgangsupplýsingar. Ef þú skilur hvernig hakkarar velja sér fórnarlömb getur þú gert þeim mun erfiðara…

Oracle námskeið í október

Viðtökur við Oracle námskeiðinu okkar fyrr á þessu ári voru einstaklega góðar og því hrærum við í annað nú í október. Að þessu sinni leggjum við áherslu á forritara sem skrifa kerfi sem tengjast og byggja á Oracle gagnagrunnum. Námskeiðið er mjög hagnýtt og efni þess vandlega valið til að efla forritara í að skrifa kóða sem skalast vel, greina afköst og öðlast betri skilning á hvernig Oracle gagnagrunnur vinnur. Eins og segir í enskri lýsingu námskeiðsins: Ef forritarar þurfa það ekki, er það ekki…

Troubleshooting Oracle Performance – Oracle námskeið

Nú styttist í það – almennilegur Oracle kúrs! 29. -30. maí mun Miracle halda námskeið sem nefnist Troubleshooting Oracle Performance. Fyrirlesari verður Christian Antognini sem hefur unnið við að ná því besta út úr Oracle kóða í yfir tuttugu ár. Námskeiðið er tveir dagar og er byggt á samnefndri bók hans. Á því er farið í greiningu og úrlausn afkastavandamála í hugbúnaði sem byggir á Oracle gagnagrunni. Forritarar, gagnagrunnstjórar og greinendur munu allir hafa gagn af efni námskeiðsins. Sjá nánar á http://miracle.is/en/troubleshooting-oracle-performance/.

Öryggisdagur Miracle og Crimson

Miðvikudaginn 22. mars munu Miracle og Crimson Security standa fyrir upplýsingadegi um verndun og meðferð persónuupplýsinga. Áherslan verður á PCI-staðalinn, reglugerð sem nefnist GDPR og hvernig þetta tvennt spilar saman. PCI er staðall sem gefin er út af samtökum greiðslukortaútgefenda með það að markmiði að tryggja sem öruggasta varðveislu kortaupplýsinga. GDPR (General Data Protection Regulation) er reglugerð sem nýlega var gefin út af Evrópusambandinu og er ætlað að styrkja og samræma meðferð fyrirtækja á persónuupplýsingum. Öryggisdagurinn er opin öllum og á erindi við stjórnendur, tæknifólk…