SQL Saturday Iceland 2017

Miracle er styrktaraðili ráðstefnunnar SQL Saturday Iceland og af því tilefni leyfi ég mér að plögga aðeins fyrir hönd undirbúningsnefndar. Nú líður að því að ráðstefnan SQL Saturday Iceland verði haldin í annað sinn. Laugardaginn 18. mars verða um 20 erlendir fyrirlesarar á Íslandi í þeim tilgangi að fræða okkur um hina ýmsu leyndardóma Microsoft Data Platforms. Þrjár línur verða í boði: ein með fókus á forritara, ein með fókus á DBA og ein með fókus á viðskiptagreiningu. Samtals eru fyrirlestrarnir 21 og ættu allir…

APEX, APEX, APEX, APEX, APEX!

Dagana 28. – 30. mars mun Miracle halda námskeið í Oracle APEX. APEX, sem kemur frítt með Oracle gagnagrunnum, hefur rutt sér mjög til rúms á síðustu árum sem einfalt og öflugt verkfæri til að búa til vefviðmót ofan á hugbúnaðarkerfi sem keyra á Oracle. Kennari á námskeiðinu verður Scott Spendolini sem í mörg ár hefur unnið við ráðgjöf og kennslu á APEX. Hann hefur skrifað tvær bækur um hugbúnaðarþróun og öryggi í APEX og vann til skamms tíma hjá Oracle Corporation sem vörustjóri fyrir…

Oracle námskeið –Troubleshooting Oracle Performance

Loksins er aftur komið að því sem allir hafa beðið eftir – almennilegur Oracle kúrs! Í maí mun Miracle halda námskeið sem nefnist Troubleshooting Oracle Performance. Fyrirlesari verður Christian Antognini sem hefur unnið við að ná því besta út úr Oracle kóða í yfir tuttugu ár. Námskeiðið er tveir dagar og er byggt á samnefndri bók hans. Á því er farið í greiningu og úrlausn afkastavandamála í hugbúnaði sem byggir á Oracle gagnagrunni. Forritarar, gagnagrunnstjórar og greinendur munu allir hafa gagn af efni námskeiðsins. Sjá…

The Myth of Self-Service Analytics

Nýlega las ég grein sem heitir The Myth of Self-Service Analytics (http://www.perceptualedge.com/blog/?p=2467) og fjallar um hættuna við að stökkva á töfralausnir, byggðar á litríkum hugbúnaðarverkfærum, í þeim tilgangi að gera hverjum sem er kleift að greina upplýsingar og viðskiptagögn. Ég hef reglulega tuðað yfir þessu Self-service BI því ekki er allt sem sýnist í þessum efnum.  Það eru nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga við umræður um þessi mál því þau eru ekki svarthvít heldur, eins og alltaf, grá.   BI fyrirtækin…

Oracle dagurinn 2015 – Simplify IT

Fimmtudaginn 19. nóvember 2015 munu Oracle og Miracle í sameiningu halda ráðstefnu á Hotel Natura um margt af því sem ber hæst á góma í upplýsingatækni um þessar mundir. Sérstök áhersla er lögð á einföldun í rekstri upplýsingakerfa enda ber ráðstefnan yfirskriftina Simplify IT. Sérfræðingar á vegum Oracle munu fjalla um skýið, geymslulausnir frá Oracle, Big Data og ýmislegt annað sem miðar að skilvirkari rekstri. Að auki verður tæpt á því markverðasta sem bar fyrir augu á Oracle Open World í San Francisco í síðasta…