Viðskiptagreind er ljótt orð

Æ,æ,æ,æ hvað mér finnst orðið viðskiptagreind ljótt, vont og alls ekki lýsandi fyrir fyrirbrigðið sem það á að lýsa. Viðskiptagreind er nefnilega þýðing á hugtakinu Business Intelligence líkt og t.d. Miðgreindarstofnunin er þýðing á nafninu Central Intelligence Agency. Business Intelligence (BI) vísar almennt til þess að safna saman, greina og setja fram upplýsingar sem unnar eru úr gögnum sem  eru ekki endilega vel til þess fallin að rannsaka beint. Þannig gæti þetta vísað til vöruhúss gagna og skýrslugerðar upp úr því, teningavinnslu (MOLAP cubes) og þess háttar. Almennt…