Hugarró

Óháðir sérfræðingar Miracle hafa í liðlega tvo áratugi gætt hagsmuna viðskiptavina með fagmennsku, gæði og þjónustu að leiðarljósi. Vinnustaðir leita til Miracle þegar nauðsynlegt er að vinna með gögn sem eru mikilvæg starfseminni, greina þau, samhæfa, skipuleggja og hagnýta. Miracle starfrækir 24/7 rekstrarþjónustu til að tryggja aðgengi, réttleika og öryggi gagna, hvort sem er á jörðu eða í skýi.

Lykilvara Miracle er hugbúnaðarsvítan Miracle Serenity, sem vaktar hugbúnað og vélbúnað, skipuleggur og ræsir keyrslur… með það markmið að veita viðskiptavinum hugarró.

Óháð kerfi í sjálfstæðu umhverfi

Miracle Serenity grunnviðirnir eru óháðir öðrum hugbúnaði og lausnum, keyra í sjálfstæðu umhverfi og hafa því létt fótspor gagnvart vélbúnaði. Gott dæmi um hvernig Miracle Serenity virkar í vöruhúsum gagna er að Orchestrator getur stjórnað þar verkum og ferlum og Monitor svo vaktað öll skrefin í vöruhúsaferlinu.

Sjálfstæður lausnarvöndull
Stjórnar verkum og ferlum
Vaktar öll skrefin í vöruhúsaferlinu

Sjálfvirknivæðing óháð staðsetningu

Miracle Serenity sinnir einnig margvíslegri sjálfvirknivæðingu, sem er óháð staðsetningu og getur hvort heldur verið í eigin hýsingarumhverfi eða skýi. Sjálfvirknin hefur fjölbreyttan ávinning; bæði lækkar hún kostnað við síendurtekin verk og fækkar villum og mannlegum mistökum.

Alhliða vöktun. Betri upplýsingagjöf.

Serenity Monitor er alhliða vöktunarlausn til að safna, greina og bregðast við vöktunargögnum, hvort heldur úr skýi viðskiptavina eða staðbundinni hýsingarþjónustu. Auðvelt er að fá samanteknar upplýsingar sendar með sjálfvirkum hætti eins oft og þörf þykir.

Öflugri yfirsýn

Hversu mikið pláss taka til að mynda mismunandi gagnagrunnar í rekstrinum og hversu margir grunnar í eru í notkun í þróunar-, prófunar- og raunumhverfi? Þetta eru allt spurningar, sem Miracle Serenity veitir svör við.

Þróun og uppbygging gagnakerfa

Allt frá stofnun Miracle snemma á 21. öld hafa ótalmörg fyrirtæki og stofnanir reitt sig á sérfræðinga við uppbyggingu og rekstur á gagnagrunnum og viðeigandi kerfum. Miracle hefur hannað og þróað marga af stærstu og umfangsmestu gagnagrunnum landsins.

Sérfræðingar

Hjá Miracle starfa flestir færustu og reyndustu sérfræðingar landsins í hagnýtingu, greiningu (Business Intelligence) og framsetningu gagna.

24/7 eftirlit

Miracle annast 24/7 rekstur og vöktun á kerfum í rekstri hjá miklum fjölda viðskiptavina.

Ský og skápar

Miracle veitir ráðgjöf þegar að kemur að þróun nútímalegra gagnainnviða hvort heldur í skýinu eða skápnum.

Tæknihögun

Starfsfólk Miracle er á heimavelli í hvers konar tæknihögun (Enterprise Architecture).

Hafðu samband

Miracle byggir á þeirri einföldu viðskiptahugmynd að bjóða viðskiptavinum bestu fáanlegu þjónustu og aðgengi að færustu sérfræðingum sem völ er á á Íslandi á starfssviði fyrirtækisins.