Um fyrirtækið

Miracle ehf. var stofnað árið 2003. Hjá fyrirtækinu starfar samhent teymi 30 sérfræðinga á sviði upplýsingagreiningar, gagnagrunna, hugbúnaðargerðar, rekstrar og öryggismála. Ráðgjafar og sérfræðingar Miracle eru um 30 talsins og búa yfir áratugalangri reynslu af gagnagrunnum, gagnagreiningu (BI), rekstri, tölvubúnaði, viðskiptakerfum, vöruhúsum gagna og öryggi gagna.

Besta fáanlega þjónustan

Miracle byggir á þeirri einföldu viðskiptahugmynd að bjóða viðskiptavinum bestu fáanlegu þjónustu og aðgengi að færustu sérfræðingum sem völ er á á Íslandi á starfssviði fyrirtækisins.

Óháð ráðgjöf

Viðskiptavinir geta treyst sérfræðingum Miracle til að veita óháða ráðgjöf með þeirra hagsmuni að leiðarljósi. Starfsfólk Miracle vinnur með þau kerfi og tól sem viðskiptavinir fyrirtækisins vilja nota hverju sinni til að tryggja gott flæði gagna. Starfsfólk Miracle lagar sig að högun í tækniumhverfi viðskiptavina og er óháð birgjum, framleiðendum og söluaðilum hugbúnaðar og lausna (tool agnostic).

Framkvæmdastjóri Miracle er Gunnar Bjarnason (gunnar@miracle.is), þjónustustjóri er Emil Björn Héðinsson (emil@miracle.is) og sölustjóri er Elvar Steinn Þorkelsson (elvarsteinn@miracle.is).