Miracle Serenity lækkar kostnað og eykur öryggi í vöktun og keyrslum

Guðmundur Guðmundsson, verkefnastjóri sjálfvirknivæðingar hjá Miracle.
Guðmundur Guðmundsson, verkefnastjóri sjálfvirknivæðingar hjá Miracle.

Þekkingarfyrirtækið Miracle hefur nú þróað grunnviði og lausnavöndul, sem nefnist „Miracle Serenity“. Fyrstu tvær lausnirnar í vöndlinum eru annars vegar vöktunarþjónustan Serenity Monitor og hins vegar keyrsluumhverfið Serenity Jobs. Fleiri lausnir eru langt komnar í þróun. Monitor vaktar stöðu á vélum, diskum, gagnagrunnum og verkum á meðan Jobs skipuleggur og keyrir afritatöku og endurheimt, öryggisuppfærslur og aðrar keyrslur eða runuvinnslur í reglulegri keyrslu. Miracle Serenity-grunnviðirnir eru jafnframt hluti af víðtækri rekstrarþjónustu Miracle.

Aukin sjálfvirknivæðing

„Miracle Serenity sinnir margvíslegri sjálfvirknivæðingu hvort heldur í eigin hýsingarumhverfi eða skýi. Sjálfvirknin hefur fjölbreyttan ávinning; hún lækkar  kostnað við síendurtekin verk og fækkar villum og mannlegum mistökum. Þar með eykst allt rekstraröryggi við upplýsingatækni. Hægt er að innleiða Serenity Monitor og Serenity Jobs saman eða í sitthvoru lagi eftir uppsetningu á Miracle Serenity-grunnviðunum,“ segir Guðmundur Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Miracle í sjálfvirknivæðingu.

Ferlavæðingin var upphafið

Guðmundur hefur verið í upplýsingatæknigeiranum frá árinu 2016, en þá hóf hann störf hjá Opnum kerfum. „Þar tók ég fyrir breiða flóru af verkefnum, meðal annars ferlavæðingu, innleiðingu á kerfum, sérhæfðan linux-rekstur, vefhýsingu, þjálfun á starfsfólki og gangsetningu á 24/7 NOC-vaktmiðstöð,“ segir Guðmundur. „Ferlavæðingin leiddi mig fljótlega inn í heim sjálfvirknivæðingar þar sem ég fór að vinna með uppsetningar bæði í staðbundnum hýsingarumhverfum eða „on-premise“ og í skýinu. Í þessum verkefnum beittum við framúrskarandi tólum líkt og Terraform fyrir skýjaþjónustu og Ansible í sjálfvirknivæðingu. Í september 2022 byrja ég svo hjá Miracle þar sem ég leiði sjálfvirknivæðingu í dag.“

Lægri rekstrarkostnaður

Guðmundur segir að gott dæmi um hvernig Miracle Serenity virki með vöruhúsum gagna sé að Jobs geti stjórnað þar verkum og ferlum og Monitor svo vaktað öll skref í vöruhúsaferlinu. „Mig langar líka til að leggja áherslu á að Miracle Serenity-grunnviðirnir keyra í sjálfstæðu umhverfi og hafa létt fótspor. Þetta er nýr lausnavöndull sem er eiginlega sérþróaður í því skyni að lækka rekstrarkostnað við upplýsingatækni og bæta fyrirsjáanleika í útgjöldum á sama tíma og við erum að auka allt öryggi í rekstri.“

Alhliða vöktunarlausn

Serenity Monitor er alhliða vöktunarlausn til að safna, greina og bregðast við atburðum, hvort heldur úr skýi eða staðbundið. Monitor vaktar þá gögnin allt frá uppruna þeirra og yfir til vegferðar þeirra gegnum vöruhús og sendir svo upplýsingar um öll frávik áfram til eftirlitskerfis Miracle og/eða beint til til viðskiptavinar. Auðvelt er að fá sendar samanteknar upplýsingar með sjálfvirkum hætti eins oft og þörf þykir. Á öllum tímum er jafnframt hægt að skoða sömu upplýsingar í aðgengilegum PowerBI-teningi.

Lausn sem eykur skilning

Guðmundur kveður þægilegt að nota Monitor til að hámarka afköst, framboð og uppitíma forrita og þjónustu. Monitor auki skilning á frammistöðu mismunandi hugbúnaðar og lausna og vöktunin geri til dæmis kleift að bregðast handvirkt með forritun eða annars konar inngripum við mismunandi kerfisviðburðum, sem Monitor lætur vita af með þeim hætti sem valinn er hverju sinni.

Öflugri yfirsýn

„Til að tína til fleiri skýr dæmi um ávinning af innleiðingu á Miracle Serenity, þá er glettilega auðvelt að nota lausnina til að fá svör við algengum og mikilvægum spurningum og styrkja þannig til muna alla yfirsýn. Hversu mikið pláss taka til að mynda mismunandi gagnagrunnar í rekstrinum og hversu margir grunnar í eru í notkun í þróunar-, prófunar- og raunumhverfi? Þetta eru allt spurningar, sem Serenity veitir svör við. Einnig er hægt að skoða allt frá öryggisglufum til þess tíma sem tekur að afrita gögn og endurheimta og meta tímalengd og gagnamagn við hrun á grunnum,“ segir Guðmundur.

Betri upplýsingagjöf

Hann segir Miracle Serenity einfalda og bæta upplýsingagjöf með því að brjóta niður múra milli vöktunar á hugbúnaði og vélbúnaði og fylgjast með hvort tveggja. „Hefðbundin vöktunarkerfi starfa yfirleitt bara í öðru hvoru umhverfinu. Vélbúnaðarvöktun á diskum, örgjörvum, minni og fleiru nær þannig ekki yfir keyrslur og vinnsluverkefni í hugbúnaðarvöktun, meðal annars í vöruhúsum gagna og í hugbúnaði eða kerfum sem hýst eru utanhúss. Miracle Serenity starfar á mörkum eða jaðri þessa umhverfis og vaktar hvaðeina, sem gerir samþætta og straumlínulagaða upplýsingagjöf til ábyrgðaraðila og kerfisstjóra mögulega; allt á einum stað. Fyrir vikið sparast tími og aðrar auðlindir, auk þess sem stöðugleiki og allt öryggi eykst til muna.“

Gegnsæi og öryggi

Guðmundur kveður mannauðinn hjá Miracle hafa gífurlega sérfræðiþekkingu á gagnagrunnum, gagnavöruhúsum og gagnameðhöndlun. „Mín aðkoma að starfseminni hérna snýr einkum að því að einfalda handvirka ferla með innvinklun hugmyndafræði DevOps og GitOps í daglegan rekstur og utanumhald verkefna. Þar höfum við verið að betrumbæta innri kerfi hjá okkur sem auðvelda vöktun og yfirsýn ásamt því að þróa nýjar lausnir fyrir okkur og viðskiptavini; lausnir eins og Miracle Serenity. Allt er þetta gert með gagnsæi og öryggi í fyrirrúmi þar sem þau tól og tæki eru valin sem best hæfa hverju sinni.“